
Brúskuð alskegg og hin mjúka karlmennska, litrík blóm og ilmandi sumarið. Það er í tísku að vera mannlegur, í tengslum við náttúruna og jafnvel dálítið vogaður.
Ekkert er tískunni óviðkomandi og þannig er nýjasta myndaæðið að sjá hér að neðan örlítið frábrugðið því sem við eigum í daglegu lífi að venjast. En hinn mjúki maður er sjóðheitur í sumar og það eru blómaskeggin líka. Gleymdu því rauðum og afskornum rósum á fyrsta stefnumóti; nútímakarlmaðurinn er allt eins líklegur til að mæta til leika með dúnmjúkt alskegg sem er …. þakið blómum!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.