Nýjasta uppákoma Sacha Baron, drepur gamla konu á Bafta verðlaununum.

Grínleikarinn Sacha Baron Cohen ýmist hneykslaði eða grætti áhorfendur á bresku Bafta verðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag þegar hann ýti óvart eldri konu í hjólastól fram af sviðinu.

Cohen sem er þekktur fyrir hlutverk sín og karakterana Ali G., Bruno og Borat tók á móti Charlie Chaplin verðlaununum fyrir framúrskarandi gamanleik. Kynnar Cohens á svið voru leikkonan Salma Hayek og Grace Cullington, elsta núlifandi leikkona sem leikið hefur í Chaplinmynd. Grace sem er í hjólastól, lék í Borgarljósum “City lights” þegar hún var 5 ára. Cohen mætir á svið og þiggur staf af gjöf frá Grace, hann sýnir síðan ekta Chaplin takta en verður þá á að reka sig í hjólastól Grace og ýta henni fram af sviðinu.

Atvikið reyndist vera hrekkur í boði Cohen.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”sQrG8fBtH-c”]

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”lnRbxIHi9zw”]

SHARE