
Ef menn vilja gefa sæðið sitt á einfaldan, öruggan og þægilegan hátt þá geta þeir gert það í Kína. Spítali í Kína var nefnilega að kynna til sögunnar þessa nýjung sem hjálpar mönnum við sæðisgjafir, þessa fallegu vél. Hún sér til þess að allt sé eins og það á að vera, hitastig sæðisins og allt þetta ferli á að taka mun skemmri tíma.
Það segir sig eiginlega sjálft hvernig þetta virkar þarna að neðan en á skjánum geta menn horft á mynd á meðan.