Nýtir allan þann tíma sem gefst í að nota mittisþjálfann

Glamúrfyrirsætan og hin nýbakaða móðir Coco Austin hefur lagt mikinn metnað í að fá sléttan maga eftir að hún átti dóttur sína Chanel í nóvember 2015.

Sjá einnig: Coco Austin var gagnrýnd harðlega fyrir að birta þessa mynd

Coco stundar ekki bara líkamsrækt til þess að ná aftur fyrra líkamsformi heldur nýtir hún allan þann tíma sem gefst til þess að nota hinn umdeilda mittisþjálfa.

Á fimmtudaginn deildi Coco mynd af sér með mittisþjálfann og dóttur sína Chanel á Instagram síðunni sinni með undirskriftinni:

Æfa og hugsa um barnið mitt á sama tíma.. Coco leiðin. Elska að vera móðir.

Sjá einnig: Coco sýnir óléttukroppinn

Coco tjáir sig mikið á samfélagsmiðlum um það hvað hún elski nýjasta hlutverk sitt mikið en hún hefur einnig verið gagngrýnd harðlega fyrir ákvarðanir sínar sem móðir. Það fór til dæmis fyrir brjóstið á mörgum fylgjendum hennar á Twitter að Chanel væri komin með göt í eyrun einungis tveggja mánaða.


30E308DA00000578-0-image-m-27_1454622453352

 

 

30E0FC1900000578-0-image-a-52_1454607106130

 

SHARE