Endalaust af nýjum æðum birtast á samfélagsmiðlum með reglulegu millibili. Nú er eitt af því nýjasta að fólk stendur fyrir framan spegilinn og gerir sitt besta við að hylja sitt heilagasta með aðeins einum fingri og smella síðan af einni mynd.
Sjá einnig: Nýtt æði: Nærbuxnaáskorun
Æðið kallast The One Finger Challange og eins og sjá má, er fólk kviknakið fyrir framan spegilinn og tekur af sér myndir með vísifingurinn á lofti. Fólk síðan deilir myndum sínum á Twitter og/eða Instagram ef þeim tekst ætlunarverk sitt.
Æðin sem lenda á samfélagsmiðlum eru ekki alltaf þau gáfulegustu, því að í þessu tiltekna æði er millimetra spursmál um hvort manneskjan standi fyrir framan spegilinn með sitt heilagasta sýnilegt.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.