Ariana Grande og unnusti hennar Pete Davidson eru strax farin að undirbúa líf sitt samam eftir að þau settu upp hringana. Samkvæmt Streeteasy.com eru turtildúfurnar búnar að festa kaup á íbúð í New York. Íbúðin kostaði 16 milljónir dollara.
Sjá einnig: Ariana Grande opinberar trúlofun
Íbúðin er hönnuð af arkitektinum Zaha hadid og er á 28. stræti og er um 370 fermetrar.
Það eru fimm svefnherbergi í íbúðinni svo það virðist alveg vera pláss til að fjölga mannkyninu.