Nýtt Hollywood-par hefur komið upp á yfirborðið og eru það engin önnur en Selena Gomez og The Weeknd, en þau sáust úti að borða á rómantískum veitingastað og sátu þau þar í góða þrjá tíma. Eins og allmargir vita átti Selena í sambandi við Justin Bieber en The Weeknd var áður með fyrirsætunni Bellu Hadid en þau slitu sambandi sínu í nóvember síðastliðnum.
Náðst hafa myndir af þeim saman og eru þau mjög innileg og virðast ekki geta haft hendurnar af hvort öðru.
Eftir að þessar myndir birtust og orðrómurinn um þau skötuhjú fauk í Bellu Hadid og hún “unfriend”-aði hana Selenu á samfélagsmiðlum en það þykir ákveðin yfirlýsing.
Eru þau ekki bara krúttlegt par? Okkur hjá hún.is finnst það allavega og óskum þeim bara til hamingju með ástina.