Já, reykingar eru hættulegar fyrir þá sem reykja en margar rannsóknir sýna einnig fram á skaðsemi óbeinna reykinga. Niðurstöður nýlegra rannsókna sýna af hverju það er svona mikilvægt bæði fyrir þig og börnin þín að koma í veg fyrir óbeinar reykingar.
Allir vita að reykingar eru hættulegur ávani. En óbeinar reykingar geta verið hættulegri en þú gerir þér grein fyrir, sérstaklega fyrir konur og börn.
„Konur eru sérsaklega viðkvæmar fyrir krabbameinsvaldandi efnum í reyk hvort sem þær reykja sjálfar eða eru í reykumhverfi,” segir Clark Fuller, yfirlæknir brjóstholsskurðlækninga á Saint John’s sjúkrahúsinu í Santa Monica, Californíu.
“Það veit enginn af hverju svo er en konur sem reykja eða eru óbeinir reykingamenn fá frekar lungnakrabbamein en karlar” segir hann enn fremur. “Mikið er talað um brjóstakrabbamein í blöðunum en hér deyja árlega tvisvar sinnum fleiri konur úr lungnakrabbameini en úr brjóstakrabba“.
Í skýrslu frá Krabbameinsfélagi Bandaríkjanna (NCI) er fullyrt að þó álitið sé að reykingar séu aðalorsök lungnakrabba séu konur sem ekki reykja samt í meiri hættu að fá sjúkdóminn en karlar sem ekki reykja heldur.
Umhverfisverndarsamtök Bandaríkjanna vara við bráðri hættu sem börn eru í vegna óbeinna reykinga. Þau eru oftar í reyknum en fullorðið fólk sem ekki reykir, að hluta til af því þau hafa svo lítið um umhvefi sitt að segja. Og af því börnin eru minni en fullorðið fólk og líkami þeirra enn að þroskast veldur tóbaksreykurinn þeim enn meiri skaða en fullorðnum.
Þó að rannsakendur hafi ekki enn komist að endanlegri niðurstöðu hvort ýmis heilsuvandamál tengjast óbeinum rykingum eða öðrum þáttum svo sem fæðu, offitu, eiturlyfjum eða hreyfingarleysi hafa þeir fundið þarna mikla samsvörun.
Lestu nú áfram til að fræðast um hvernig óbeinar reykingar gætu haft áhrif á þig og fjölskyldu þína.
Óbeinar reykingar geta aukið hættu á sykursýki
Rannsókn sem framkcæmd var í læknadeild Drew háskólans í Los Angeles leiddi í ljós að maður sem ekki reykir en er í reykumhverfi (óbeinar reykingar) er jafnvel í meiri hættu að fá sykursýki en reykingamaðurinn.
Rannsóknin byggði á upplýsingum sem Heilbrigðistofnun Bandaríkjanna hafði safnað með spurningum og athugunum á 6.300 einstaklingum.
Þeir sem stóðu að rannsókninni vissu áður en rannsóknin fór fram að nikótín getur valdið sykursýki þar eð það hækkar cortisol gildin. Fyrir liggur að hækkað gildi corticols dregur úr getu líkamans til að framleiða insulin
Þá dregur úr getu lifrar til að framleiða rétt magn af sykri sem veldur ójafnvægi blóðsykurs og þá er hætta á aukinni þyngd.
Dr. Friedman telur að þeir sem eru í reykumhverfi (óbeinar reykingar) séu ef til vill í meiri hættu varðandi heilbrigðismál sem snúa að fitu en reykingamenn, þar með talinni sykursýki. Reykingamenn eru yfirleitt grennri en hinir, að hluta til af því að bragðskyn þeirra er sljóvgað svo að bragðgóður matur er ekki eins freistandi fyrir þá og hann hann fyrir reyklaust fólk. „Þannig er minni hætta á að þeir bæti á sig fitu sem getur valdið sykursýki“, heldur hann áfram. „Aðstaða óbeinna reykingamanna er allt önnur “.
Í rannsókninni kom einnig fram að líkamsfitustuðull (BMI) óbeinna reykingamanna var hærri en hjá vinum þeirra og fjölskyldu sem reykti. ( Líkamsfitustuðullinn er vísbending um samsetningu líkamsvefjanna).
Rannsóknin leiddi í ljós að gífurlegur fjöldi fólks mun veikjast af sykursýki 2 á næstu árum verði fólk ekki varið fyrir óbeinum reykingum.
Áhrif óbeinna reykinga vara alla ævi.
Rannsókn sem gerð var við háskóann í Arizona og kynnt var á ráðstefnu þar í maí 2012, sýndi að líklegt sé að börn sem eru stöðugt í reykumhverfi hafi ýmiskonar vandamál í öndunarvegi og geti þau vandamál verið viðvarandi allt til fullorðinsára.
Fullyrt var að þessar aðstæður (óbeinar reykingar) geti haft áhrif á börn reykingafólks þó að þau reyki aldrei sjálf. Rannsóknin tók til heilsufars fólks árunum 1972 til 1996. Um að bil helmingur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru 15 ára eða yngri þegar hún hófst og höfðu þeir sem börn verið óbeinir reykingamenn. Vanamál þeirra í öndunarvegi voru umtalsvert meiri en hinna sem ekki voru óbeinir reykingamenn.
Dr. Pugmire sem stjóranði rannsókninni greinir frá því að mikið hafi borið á mæði og hósta hjá óbeinu reykingamönnunum og telur að skemmdin hafi byrjað á barnsaldri. Einnig kom í ljós að í eldri einstaklingum í hópnum var afar há tíðni alvarlegra lungnasjúkdóma.
Þar eð næstum því allir vita um hættuna af óbeinum reykingum eru sífellt fleiri foreldrar farnir að reykja utandyra, segir dr. Pugmire ennfremur og vekur líka athygli á að hinn minnsti sígarettureykur getur skaðað lungu barnanna. Börnunum til verndar „skaltu aldrei reykja innan dyra heima og aldrei í bílnum þegar börnin eru með þér“ segir hún einnig.
Þó að börnin séu ekki í herberginu þegar þú kveikir í verða eiturefnin eftir á veggjunum, í gluggatjöldunum og sófunum.
Óbeinar reykingar eru taldar ástæður ýmissa blöðrutengdra vandamála barna
Önnur nýleg rannsókn leiðir í ljós að óbeinar reykingar barna auka stórlega á hættuna á blöðruvandamálum þeirra.
Í rannsókninni sem kynnt var á fundi samtaka þvagfæralækna í Bandaríkjunum vorið 2012 var greint frá athugun á 45 börnum á aldrinum 17 ára sem þvagfæralæknar barna höfðu meðhöndlað vegna ýmis konar vanda, svo sem ósjálfráðra og tíðra þvagláta.
Af 24 börnum sem voru með væg eða alvarleg einkenni áttu 23% mæður sem reyktu og um það bil helmingur hafði reglulega setið í tóbaksreyk í bílnum. Joseph G. Barone, yfirlæknir þvagfærasjúkdóma við Robert Wood Johnson læknaskólann í New Brunswick, N.J. sagði að einkenni barna undir 11 ára aldri væru þeim mun alvarlegri sem óbeinar reykingar þeirra væru meiri. “Reykingar eru eitur í umhverfinu, stórhættulegt heilsu barna segir Dr. Barone. Niðurstöður rannsóknar okkar undirstrika hvað það er mikilvægt að foreldrar hætti að reykja.”
Sígarettureykur hefur meiri áhrif á stúlkur sem eru með ofnæmi en á drengi
Samkvæmt rannsókn sem gerð var við læknaskólann í Cincinnati er ung stúlka sem er með ofnmæmi og er í miklu reykumhverfi í miklu meiri hættu en ungur drengur, að lungnastarfsemin verði fyrir skaða.
Rannsakendur drógu þá ályktun að börn sem sýndu einkenni ofnæmis innan við tveggja ára aldur og voru óbeinir reykingarmenn væru í mun meiri hættu en önnur börn að fá alvarleg lungnavandamál innan við 7 ára aldur.
Þeir komust líka að því að stúlkur væru sex sinnum líklegri til að fá lungnavandamál en drengir jafnvel þó börnin væru stöðugt í samskonar reykumhverfi.
Ekki er ljóst hvað veldur þessum mismun en hann gæti verið rakinn til þess að yfirleitt eru loftvegir stúlkna þrengri en drengja og einnig gæti kynhormónið haft einhver áhrif þarna.
Dr. Grace LeMasters, prófessor í umhverfisfræðum við háskólann í Cincinnati bendir á að niðurstöður rannsóknanna gefi mikilvægar upplýsingar um sambandið milli óbeinna reykinga á unga aldri og ýmissa þátta svo sem ofnæmis, kynferðis og starfsemi lungnanna.