Óðir íkornar nema risavaxin grasker á brott

Hrekkjavakan kann að vera liðin, en þá staðreynd kæra dýrin sig kollótt um. Þannig fékk breski dýralífsljósmyndarinn Max Ellis þessa litlu loðbolta í heimsókn nú um helgina en íkornarnir réðu vart við sig af kæti þegar þeir fundu útskorin grasker á sólpallinum hjá Max.

Þegar Max kom auga á loðinskottana í bakgarðinum, greip hann strax linsuna og hóf á loft meðan þessi örsmáu dýr grandskoðuðu útskorin graskerin, hófu þau á loft og gengu á afturfótunum um allan garðinn með risavaxin, útskorin grasker sem voru líkust afturgöngum og draugum, enda Hrekkjavakan í hámæli.

Max er reyndar enginn nýgræðlingur þegar að ljósmyndun villtra íkorna kemur, en hann skilur oftlega eftir alls kyns góðgæti og snarl eftir á sólpallinum svo hann megi lokka íkornana nær. Þegar litlu dýrin reka svo forvitin nefin í sælgætið sem Max hefur skilið eftir, grípur hann linsuna og mundar, smellir af í gríð og erg og útkomuna má sjá hér að neðan.

Allir vinna; íkornarnir fá gott í magann og ljósmyndarinnn stendur eftir með fáránlega krúttlegar myndaseríur sem hver er öðrum betri – en þessi hlýtur þó að slá öll met:

Ljósmyndasíðu Max  Ellis má skoða HÉR: Allur réttur áskilinn

1nov14_121940_gallery

squirrel-steals-carved-pumpkin-max-ellis-6

29may14_175813_gallery

squirrel-steals-carved-pumpkin-max-ellis-2

squirrel-steals-carved-pumpkin-max-ellis-5

squirrel-steals-carved-pumpkin-max-ellis-3

squirrel-steals-carved-pumpkin-max-ellis-1

SHARE