Allir þeir sem hafa haft einhver kynni af kókosolíu vita að það má næstum því nota hana í allt. Ef það er einhvern tímann við hæfi að lýsa vöru sem allra meina bót þá er það líklegast kókosolían. Hún er jafn góð í eldamennskuna og hún er fyrir húðina og hárið.
Vinsældir kókosolíunnar eru þó hugsanlega á niðurleið þar sem möndluolían er farin að sækja í sig veðrið. Möndluolía er rík af E vítamíni, andoxunarefnum, fitu og próteini og talin henta öllum húðgerðum. Rannsóknir hafa sýnt að möndluolía geti komið í veg fyrir að útfjólubláir geislar sólarinnar fari í gegnum húðina og skemmi frumur í húðinni.
Olían er afar rakagefandi og gerir húðina mýkri og sléttari. Húð sem er viðkvæm og ertist mjög auðveldlega getur notið góðs af því að bera möndluolíu á hana því olían dregur úr ertingi og róar húðina.
Það er ekki hægt að segja að möndluolían sé betri en kókosolían en þær hafa báðar mjög mikla kosti og því hvers og eins að velja hvor kosturinn sé betri.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.