Þetta 400 fm hús er hannað af Kjartani Sveinssyni og er Arnarnesinu. Það var byggt árið 1976 og er á tveimur hæðum, báðar með sér inngangi. Efri hæðin er 198 fm og komið er inn í rúmgóða forstofu með ljósum flísum og gólfhita, opnu fatahengi og salerni.
Svo er komið í alrými með gluggum á þrjá vegu með glæsilegu útsýni yfir Sjálandshverfið og út á sjó og í suður vísa 12 fm flísalagðar svalir.
Fallegur arinn er í miðri stofunni og eldhúsið er stórt með nýlegri innréttingu og góðu skápa- og skúffuplássi, tvöföldum ofnum, háfi úr Eirvík, 90 cm. gas-eldavél og eyju sem með skúffum á tvo vegu og sætum fyrir enda.
Tvö barnaherbergi eru á hæðinni og rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi og tengt fyrir innfelldu sjónvarpi. Baðherbergi er flíslagt í hólf og gólf með hornbaðkari, sturtuklefa og innréttingu.
Hringstigi liggur niður á neðri hæð og þar er hurð og möguleiki að loka/læsa og þannig aðskilja hæðirnar tvær.
Á neðri hæð er hol er fyrir miðju rýminu með andyri á suður-hlið hússins. Þar er rúmgott hjónaherbergi og flott barnaherbergi ásamt stóru baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf með fallegri viðarinnréttingu, handklæðaofni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Annað herbergi sem í dag er nýtt sem rúmgóð geymsla með möguleika til að nýta sem þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Rúmgóð stofa er á hæðinni með fallegum gluggum út í garðinn.
Húsið hefur mikið verið endurnýjað undanfarin ár, ný gólfefni á efri hæð, flísar og gólfhiti í forstofu og gestasnyrtingu, nýjar innihurðir á efri hæð, veggir fjarlægðir og barnaherbergi opnað, hjónaherbergi og fataherbergi endurskipulagt og endurnýjað að innan árið 2006. Húsið stendur fallega á stórri hornlóð (1170 fm) með gróinn garð, fallega verönd en verið er að reisa ca 60 fm pall mót suðri.
Smelltu á myndirnar til þess að skoða myndasafnið
Hér geturðu séð meira um þetta falleg hús!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.