Allt frá offitu til misnotkunar á áfengi, brenndar tennur og slæm heyrn vegna óbeinna reykinga, má finna á stærsta barnaspítala Englands. Í þessari heimildarmynd er fjallað um nokkur dæmi um það sem læknarnir kalla óþarfa veikindi sem koma til vegna foreldranna. Það er talað við börnin og foreldra þeirra og reynt að komast að því hvað veldur því sem er að hrjá börnin.
Sjá einnig: „Eiginmaður minn stjórnar mér“
Það er vert að vara við atriðum í þessari mynd því það eru nokkuð sláandi myndir og myndskeið í henni. Myndin heitir á ensku Spoiling My Child Rotten og við þýðum það sem „Ofdekruðu börnin mín“, sem er alls ekki lýsandi fyrir viðfangsefni myndarinnar.