Hér á landi rétt eins og víða annars staðar hefur offita aukist til muna og fleiri og fleiri þróa með sér sjúkdóma sem má rekja beint til offitu.
Skilgreining á offitu má finna inn á síðunni Doktor.is og hljómar hún svona:
Hjá okkur hér á Íslandi er offita svo sannarlega vaxandi vandamál, þjóðin er að fitna. Árið 1998 voru helmingi fleiri karlar með BMI yfir 25 en árið 1968 og rannsóknir hafa einnig sýnt okkur að börn eru að þyngjast. Við tölum jafnvel um það sem eðlilegt að konur bæti á sig hálfu til einu kílói á ári eftir 25 ára aldurinn. Það á alls ekki að vera sjálfsagt að bæta á sig kílói eftir kílói. Við þurfum að spyrna við fótum og snúa þessari þróun við.
Hvers vegna er offita vandamál? Offita er vandamál vegna þess að offitu fylgja alvarlegir fylgikvillar og vanlíðan.
Helstu fylgikvillar offitu eru:
- Kransæðasjúkdómar
- Sykursýki Týpa 2
- Of hár blóðþrýstingur
- Röskun á blóðfitu
- Mæði
- Heilablóðfall
- Gallblöðrusjúkdómar
- Svefntruflanir
- Slitgigt í hnján
- Krabbamein í ristli
- Brjóstakrabbamein
Hvenær er yfirvigt orðin vandamál – hvenær tölum við um offitu?
Við skilgreiningu á offitu er oftast notaður svokallaður líkamsþyngdarstuðull (BMI). Hann er reiknaður út frá hæð og þyngd samkvæmt formúlunni þyngd/hæð2 (kg/m2 ). Með því að reikna hann út er unnt að meta hvort viðkomandi sé of þungur. Sömu viðmiðunarmörk eru fyrir konur og karla. Þessi mörk gilda aftur á móti ekki um börn. Stuðullinn tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar og greinir ekki milli þyngdar vöðva og fitu þannig að vöðvamikill og grannur einstaklingur getur fengið háan BMI.
BMI stuðullinn gefur fyrst og fremst vísbendingu um það hvar viðkomandi er staddur m.t.t. offitu. Hægt er að reikna út BMI stuðul sinn hér
Eðlileg þyngd er BMI 18,5 – 25
Fyrsta stigs offita er BMI 25 – 30
Annars stigs offita er BMI 30 – 40
Þriðja stigs offita er BMI 40 og yfir
Það eru margir þættir sem stuðla að offitu þar má nefna matarræði, skyndibita, efnaskiptavanda og fleira.
Nýverið gaf Landlæknisembættið út klínískar leiðbeiningar um hvernig skal meðhöndla offitu hjá fullorðnu fólki.
Skilgreiningar Offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af aukinni fitusöfnun í líkamanum. Enn er líkamsþyngdarstuðull , þyngd í kílógrömmum deilt með hæð í metrum í öðru veldi (kg/m2), notaður til flokkunar á líkamsþyngd. Hann gefur góðar vísbendingar um offitu en getur þó bæði ofmetið hana og vanmetið þar sem hann gefur ekki upplýsingar um samsetningu á mismunandi vefjum líkamans. Einstaklingur 18 ára eða eldri með líkamsþyngdarstuðul milli 25 og 29,9 kg/m2 telst vera í yfirþyngd en þegar líkamsþyngdarstuðull er komin yfir 30 kg/m2 telst einstaklingur vera með offitu.
Aukinn fitusöfnun í kvið veldur aukinni áhættu á efnaskiptasjúkdómum og hjarta- og 4 æðasjúkdómum. Kviðfita er metin með mælingu á mittismáli. Mittismál er mælt í láréttri línu um kvið og er mælt mitt á milli neðsta rifs og efri brúnar mjaðmakambs. Í Evrópu er talið að mittismál sé of mikið hjá konum ef það er yfir 80 sm og hjá körlum yfir 94 sm.
Fram kemur að áránguríkasta leiðin til meðferðar við offitu séu efnaskipta aðgerðir:
Efnaskiptaskurðaðgerðir Efnaskiptaskurðaðgerð er árangursríkasta meðferðin við alvarlegri offitu ef litið er til langtímaþyngdartaps, minnkunar fylgikvilla, bættra lífsgæða og lækkunar dánartíðni. Ítarlegt yfirlit um mismunandi efnaskiptaskurðaðgerðir og áhrif þeirra má finna í leiðbeiningum evrópsku skurðlæknasamtakanna. Skurðaðgerð ætti að íhuga fyrir einstaklinga á aldrinum 18-65 ára með LÞS ≥ 40,0 eða þá sem eru með LÞS ≥ 35,0 og fylgisjúkdóma sem tengjast offitu (sykursýki 2 og aðra efnaskiptasjúkdóma, hjarta- og öndunarfærasjúkdóma, kæfisvefn, alvarlega liðsjúkdóma). Frábendingar fyrir efnaskiptaskurðaðgerð eru lífshættulegir sjúkdómar, virk áfengis- eða lyfjafíkn og 10 alvarlegir geðsjúkdómar. Einnig er skortur á innsæi og líkur á lélegri meðferðarheldni frábendingar fyrir skurðaðgerð. Efnaskiptaskurðaðgerðir stuðla að bata á sykursýki 2, a.m.k. til skemmri tíma. Því ætti að íhuga slíka aðgerð hjá sjúklingum með sykursýki 2 sem eru með LÞS 30-35, þar sem gögn styðja bata að hluta eða að fullu hjá þessum einstaklingum
Ég set hér inn beinan link á bækling landlæknis:
Ljóst er að Landlæknisembættið leggur til að aðgerðin „magaermi“ sé notuð og sé minnsta inngripið en mjög árangursrík.
Ég sjálf telst til offitusjúklinga þar sem bmi stuðull minn er um 40 og það er alveg sama hvað ég geri ég bara léttist ekkert.
Ég lifi heilsusamlegu lífi, borða hreint og hollt fæði, stunda reglubundna hreyfingu en kílóin haggast ekki svo mér hefur oft dottið í hug að eitthvað væri að efnaskiptunum í mér.
Það er spennandi kostur að fara að skoða möguleikann á að fara í magaermi en mér skilst að hér á Íslandi sé löng bið og því hafa margir brugðið á það ráð að fara erlendis.
Ætla að skoða þetta nánar svo fylgist með!
Heimildir:
Doktor.is
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!