Ofnbakað eplasnakk

Þetta er ægilega handhægt snakk  á þriðjudegi. Svona þegar að samviskan er ennþá lasin eftir syndir helgarinnar. Ég heimsótti til að mynda Dominos, KFC og Hamborgarabúlluna um liðna helgi. Ég verð því bryðjandi þetta ágæta eplasnakk eitthvað fram í apríl.

IMG_4980

Ofnbakað eplasnakk

2 rauð epli

2 teskeiðar kanill

1/2 teskeið múskat

1 teskeið af sykri er líka leyfileg ef manni langar. Slíkt var ekki í boði á mínu heimili í dag.

  • Kanill og múskat fara saman í skál. Eplin eru skorin í þunnar sneiðar og skellt í ofan í skálina og öllu ,,hrært” saman. Þegar eplaskífurnar eru orðnar vel þaktar kryddi er þeim raðað á ofnplötu með bökunarpappír á.
  • Þetta fer síðan inn í 100° heitan ofn og dúsir þar í svona einn og hálfan, jafnvel tvo tíma. Þangað til að skífurnar eru orðnar stökkar og fínar. Síðan þarf að hemja sig aðeins og leyfa þeim að kólna. Bannað að hakka þetta ljúfmeti í sig á meðan það er heitt.

IMG_4976

IMG_4982

Tengdar greinar:

Fimm freistandi og forvitnilegar leiðir til að framreiða epli!

Ostakaka með eplum og karamellusósu – Uppskrift

8 ómissandi eldhúsráð fyrir þig

SHARE