Ofnbakaðar kjötbollur

Prufið þessa frá Ljúfmeti.com

Ofnbakaðar kjötbollur

  • 450 g nautahakk
  • 2 egg
  • 1/2 bolli mjólk
  • 1/2 bolli rifinn parmesanostur
  • 1 bolli brauðmylsna
  • 1 lítill laukur, hakkaður smátt eða maukaður með töfrasprota
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • 1/2 tsk oreganó
  • 1 tsk salt
  • nýmalaður pipar
  • 1/4 bolli hökkuð fersk basilika eða 1/2 msk þurrkuð

Hrærið eggjum og mjólk saman og setjið brauðmylsnuna út í. Setjið öll hráefnin saman í skál og bætið eggjablöndunni við. Blandið öllu vel saman með höndunum eða með hnoðaranum á hrærivél. Mótið bollur og raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.

Bakið við 180° í ca 30 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn og komnar með fallega húð.

Dásamlega góð sósa

Dásamlega góð sósa

  • 1 dós sýrður rjómi (1,5 dl)
  • 1 peli rjómi (2,5 dl)
  • 1 kjúklingateningur
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • salt og hvítur pipar
  • maizena til að þykkja

Blandið öllu í pott og látið sjóða í 5 mínútur. Smakkið til með salti og hvítum pipar og þykkið með maizena.

SHARE