Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. Í þennan rétt geturðu notað hvaða hvíta fisk sem þér finnst bestur; þorsk, ýsu, skötusel, steinbít, löngu o.s.frv.
Fiskur fyrir 4
- 600gr fiskur, flök
- 2 msk smjör
- 1 laukur, fínsaxaður
- 1 kúrbítur, sneiddur fínt
- 1 msk fennelfræ
- 4 stórir tómatar, saxaðir
- 2 tsk Dijon sinnep
- 1 tsk púðursykur
- 1/4 tsk cayennepipar
- salt og pipar
Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 20 mínútur
Hitaðu ofninn í 190°C.
Smyrðu eldfast mót og leggðu fiskinn í bitum þar í.
Bræddu smjörið í stórri pönnu, steiktu laukinn og kúrbítinn í 5-7 mínútur. Bættu nú við fennelfræjunum, tómötunum, sinnepi, sykri og cayenne pipar. Blandaðu vel saman og láttu malla smávegis, smakkaðu til með salti og pipar.
Helltu sósunni yfir fiskinn í eldfasta mótinu.
Bakaðu fiskinn í ofninum í 18-20 mínútur eða þar til hann er tilbúinn.
Dásamlegt með kartöflustöppu eða fínni kartöflumús og fennelsalati með eplum.
á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.