Ofnbakaður fiskur í paprikusósu – Uppskrift

Þessi fiskréttur er æðislegur. Fann þessa uppskrift hjá ljufmeti.com

fiskur102

Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

  • ýsa eða þorskur, magn eftir fjölda matargesta (ég var með rúm 800 g)
  • 1 box paprikusmurostur (250 g)
  • 1 box sveppir (250 g)
  • 1 púrrulaukur
  • 2,5 dl rjómi + 0.5 dl mjólk (eða 3 dl matreiðslurjómi)
  • 1 grænmetisteningur
  • smá cayenne pipar (farið varlega því hann er sterkur! Ég nota um 1/8 úr teskeið)
  • krydd lífsins frá Pottagöldrum (eða önnur krydd eftir smekk)
  • rifinn ostur

Hitið ofninn í 175°.

Sneiðið sveppi og púrrlauk. Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina og púrrlaukinn. Kryddið með kryddi lífsins (eða öðrum kryddum) og hellið rjóma yfir. Hrærið smurostinum saman við í skömmtum og bætið svo grænmetisteningi út í. Leyfið sósunni að sjóða við vægan hita á meðan fiskurinn er undirbúinn.

Skolið og þerrið fiskinn og leggið í eldfast mót. Kryddið með pipar og salti og hellið síðan sósunni yfir. Setjið rifinn ost yfir og eldið í 20 mínútur, eða þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.

SHARE