Ef þú myndir heyra að það gengi ófrísk Tarantúla laus um hverfið þitt, hvernig myndi þér líða? Þetta voru einmitt fréttir sem íbúar í Brooklyn´s Park Slope fengu nýlega en Tarantúla að nafni Penelope sem er af tegundinni Mexican Red Rump, slapp frá eigendum sínum.
Kvendýrin leggja á milli 50-2000 egg og geyma þau í silkipoka í 6-7 vikur. Á þessum tíma halda Tarantúlurnar sig mjög nálægt eggjum sínum og eru árásagjarnari en venjulega. Þær snúa pokanum sem innihalda eggin, oft til að koma í veg fyrir að eggin aflagist. Eftir að ungarnir koma úr eggjunum halda þeir sig nálægt hreiðrinu í svolítinn tíma og nærast þar.
Á auglýsingu sem eigendurnir settu upp er talað um að Penelope sé „að mestu” skaðlaus. Þau biðja finnanda hennar að setja hana í box með loki sem hægt sé að hafa aðeins opið svo hún fái loft, og hringja svo í þau og þau muni koma og sækja hana.
Ekki er hins vegar alveg víst hvort um gabb er að ræða eða ekki en meiri líkur en minni eru taldar á að þetta sé hrekkur.
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.