![1410981024877screencapture](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2014/09/1410981024877screencapture.png)
Vel gert! Eða þannig, sko.
Þannig fór þegar þrautþjálfaður björgunarhundur kom auga á glaðlynt barn á svamli í ylvolgri á, en samkvæmt lýsingunni sem fylgir myndbandinu sem birtist upprunalega á America’s Funniest Home Videos, fór hundurinn rakleiðis í sjálfskipaðan björgunarleiðangur þegar hann sá glaðlynt barnið á svamli í ánni, vandlega tryggt og algerlega heilt á húfi.
Barnið, sem sannarlega var ekki í neinni hættu, varð algerlega miður sín yfir óvelkomnu inngripi björgunarhundsins …
… sem dró barnið nauðugt viljugt upp á bakkann, með dillandi rófu.
Gæti verið ofþjálfun um að kenna?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.