Nýtt æði grípur um sig sem felst í því að setja hendur í bænastöðu aftur fyrir bak og hafa símann á milli lófanna og að sjálfsögðu smella af því mynd. Því hærra sem þú nærð að setja hendurnar, því betra og þykir það sýna mikinn liðleika.
Kína hefur enn og aftur heiðurinn af æði þessu en sumum finnst að um örgustu móðgun við trú fólks sé að ræða. Öðrum finnst óhugnarlegt að sjá þessar myndir vegna þess að á sumum þeirra virðist höfuð fólks snúa aftur hálfan hring.
Sjá einnig: Nýjasta æðið í Kína – Plastpoka selfie
Sjá einnig: Geimverur í Kína? – Getur það verið? – Myndband
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.