Superfood eða ofurfæða er matur sem inniheldur mun meira af góðum næringarefnum en annar. Stelpurnar á Nudemagazine tóku saman lista yfir þá ofurfæðu sem er hvað vinsælust núna.
Chia-fræ er til dæmis hægt að nota í graut á morgnana eða út í hristinga. Þau innihalda mikið magn af omega, átta sinnum meira en lax og eru rík af kalsíum. Einnig er að finna í þeim fullt af trefjum og C-vítamíni. Chia-fræ eru með 20% prótein innihald.
Quinoa er ein besta glúteinlausa kolvetnisfæðan og hentar þ.a.l. vel þeim sem eru með glúteinóþol. Quinoa er ríkt af próteinum og trefjum en í því má einnig finna kalk og magnesíum. Það er hollara og gefur þér meira en t.d. brún grjón og kartöflur.
Hnúðkál verður vinsælla með hverjum deginum. Það er einhvers staðar á milli þess að vera hvítkál og rófa og bragðast mjög vel. Hnúðkálið er stútfullt af trefjum, kalíum og C-vítamíni. Kálið er einnig bólgu- og veirueyðandi.
Dökkt súkkulaði er auðvitað mjög bragðgott en er líka fullt af trefjum, járni, magnesíum og andoxunarefnum svo eitthvað sé nefnt. Það hefur jákvæð áhrif bæði á skap og heilsu. Dýfðu jarðarberjum ofan í dökk súkkulaði, settu það á gríska jógúrt og borðaðu í morgunmat eða nartaðu í það eintómt.
Lestu greinina í heild sinni hérna
Tengdar greinar:
Ofurfæða – Matur sem er sniðugur út í Boozt
6 ástæður fyrir því að egg eru hollasta fæðutegund heims – Betri næring
7 óhollar fæðutegundir til að forðast eins og heitan eldinn – Betri næring