Kvenlegar línur eru fallegar, um það verður ekki deilt – en það eru auðvitað alltaf einhverjir sem ganga of langt. Eins og þessi ágæta ofurfyrirsæta frá Venezuela sem klæðist lífstykki nánast allan sólarhringinn til þess eins að mjókka mittið á sér. Læknar hafa margoft varað hana við, sagt henni að hún sér að kremja í sér líffærin en hún hlustar ekki á neitt. Og kveðst ætla að halda þessum sjúka ávana sínum áfram.
Sjá einnig: Svona eru „Ó-fótósjoppaðir” konubossar í laginu
Aleira, sem er einungis 25 ára gömul, hefur notað lífstykki síðustu 6 árin.
Þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég vil vera þekkt fyrir mittið á mér. Fólk meira að segja hrópar á mig á götum úti af því það trúir ekki að ég sé ,,alvöru.” Ég vil vera þekkt fyrir kynþokka og mittismál.
Sjá einnig: Vill fá brjóst í skálastærð QQQ: ,,Ég er stolt af því að vera úr plasti“