Svínheimskur er hugtak sem gjarna er notað yfir þá sem eru illa gefnir, sagðir með skertar gáfur eða hreint út sagt bara vitlausir að mati þeirra sem þykjast vita betur.
Þá eru svín sögð sóðalegar skepnur, vitgrannar og já, vitlausar. En í raun er goðsögnin byggð á hreinum fordómum – því svín eru þrifalegar skepnur, geta hæglega lært að leysa þrautir og eru trygglynd í eðli sínu.
Hér má sjá svínið Moritz leysa þrautir fyrir eiganda sinn, Nicolle von Eberkopf, en eins og sjá má er ekkert til í þeim sögusögnum að svín séu vitlaus:
Tengdar greinar:
HRIKALEGT – Ævintýralegur flótti kolkrabba af þilfari skips
YFIRKRÚTTUN – Elsti maður Ástralíu (109) prjónar peysur á mörgæsir
Falin myndavél: Hundi harðbannað að fara upp í rúm!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.