Spáðu í stöðunni; þú ferð út með ruslið seint að kvöldi og á móti þér kemur risavaxin könguló. Í alvöru. RISASTÓR könguló. Eldsnögg í hreyfingum og rosa kvik. Iðandi, spriklandi og hlægilega glöð.
Þetta er sá viðbjóður sem fólkið hér í myndbandinu að neðan þurfti að takast á við, en ekki er allt sem sýnist – þar sem pólski hrekkjalómurinn Sylwester Wardega er að verki – en hann klæddi hundinn sinn, Chica, í köngulóarbúning, plantaði földum myndavélum í nágrennið og hefur eflaust hlegið mest allra þegar vegfarendur urðu skelfingu lostnir.
Myndbandið hefur fengið meir en 3 milljónir flettinga á YouTube á einum sólarhring og kannski engin furða, þetta er í raun og veru VIÐBJÔÐSLEGA fyndið!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.