Hún er 19 ára gömul, leikur sér að því að fella dýr í útrýmingarhættu og deilir ljósmyndum af voðaverkunum á Facebook síðu sinni.
Hin bandaríska Kendall Jones er hötuð um víða veröld, hefur nú fengið eina 40.000 Facebook notendur upp á móti sér og hafa fjölmargir klagað yfir drápunum og krefjast þess að síðunni verði eytt.
Meðal dýranna sem Kendall hefur fellt er nashyrningur, sem er í útrýmingarhættu og villt karlljón.
Kendall kærir sig kollótta um hótanir og situr hér fyrir, stolt á svip, með dauðum hlébarða
.
Myndin hér að ofan, sem sýnir stúlkuna með föllnu ljóni, hefur vakið ómældan viðbjóð og reiði meðal almennings víða um heim, en stúlkunni virðist fátt um finnast og segir einfaldlega á Facebook síðu sinni:
Fjölmörg samtök og einstaklingar hafa látið til sín taka í baráttunni gegn því að Facebook síðu Kendall verði eytt út nú þegar og segja ótrúlega tillitslaust af henni að sýna dýr í útrýmingarhættu sem hafa fallið í valinn. Að ekki sé skrýtið að margir hafi brugðist neikvætt við og að dýraverndarsamtök ættu sannarlega að láta til sín taka sem fyrst.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.