Ógeð: Drepur dýr í útrýmingarhættu og deilir á Facebook

Hún er 19 ára gömul, leikur sér að því að fella dýr í útrýmingarhættu og deilir ljósmyndum af voðaverkunum á Facebook síðu sinni.

Hin bandaríska Kendall Jones er hötuð um víða veröld, hefur nú fengið eina 40.000 Facebook notendur upp á móti sér og hafa fjölmargir klagað yfir drápunum og krefjast þess að síðunni verði eytt.

Meðal dýranna sem Kendall hefur fellt er nashyrningur, sem er í útrýmingarhættu og villt karlljón.

 

nett_leopard Kendall kærir sig kollótta um hótanir og situr hér fyrir, stolt á svip, með dauðum hlébarða

.

Myndin hér að ofan, sem sýnir stúlkuna með föllnu ljóni, hefur vakið ómældan viðbjóð og reiði meðal almennings víða um heim, en stúlkunni virðist fátt um finnast og segir einfaldlega á Facebook síðu sinni:

 

Fjölmörg samtök og einstaklingar hafa látið til sín taka í baráttunni gegn því að Facebook síðu Kendall verði eytt út nú þegar og segja ótrúlega tillitslaust af henni að sýna dýr í útrýmingarhættu sem hafa fallið í valinn. Að ekki sé skrýtið að margir hafi brugðist neikvætt við og að dýraverndarsamtök ættu sannarlega að láta til sín taka sem fyrst.

nett_nesehorn
Þessi ljósmynd af Kendall með föllnum nashyrning vakti ómælda reiði á Facebook
Telja þó gott að umræðan sé opin og atvikaröð uppi á borðinu
Þó telja dýraverndarsinnar gott að Kendall skuli birta ljósmyndir af athæfinu og að sorgleg uppátæki hennar geti vakið fólk til vitundar um blákaldar staðreyndir.  Alltof algengt sé að almenningur stingi höfðinu í sandinn og að það sé í raun líka mikilvægt að leggja spilin á borðið; sýna grimmdina eins og hún kemur fyrir en einhverjir telja að yfirvöld ættu að skerast í leikinn og stoppa stúlkuna.
Þegar þetta er ritað hafa tæplega 57.000 manns skrifað undir mótmælalista á netinu, viljir þú ljá málefninu lið, smelltu þá HÉR
 
SHARE