Því ekki að taka eiginmanninn í hressilega bóndabeygju í byrjun dags og þjálfa líkamann í leiðinni? Nú, eða flétta fingrunum saman við fingur elskhugans, snara honum í gólfið og … taka nokkrar armbeygjur ofan á manninum?
Það lögðu sérfræðingar Cosmopolitan í það minnsta til árið 1981 – þegar Jane Fonda var enn í fullu fjöri og allar stúlkur gengu um í glansgöllum. Serían er ótrúlega fyndin og ber heitið Working Out With the One You Love – en hér má sjá opnuna sem sennilega varð ófáum pörum innblástur að æðisgengnum æfingum. Saman. Á stofugólfinu.
Hvort einhver slys urðu á fólki eru svo annað mál, en hér má sjá Cosmo í allri sinni dýrð í janúartölublaðinu sem út kom árið 1981 og hvað sérfræðingar lögðu til í þá daga …. myndi maður leggja í þetta í dag?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.