Himnasending fyrir ófáar konur og eflaust fjölmörg pör kemur í formi fjöreggs sem þjónar hlutverki alfyrsta handfrjálsa vibrator heims. Vibratorinn, sem er væntanlegur á markað bráðlega, var í fyrstu kynntur fyrir almenningi gegnum fjáröflunarverkefni sem þær Alexandra Fine og Janet Lieberman hrundu af stað. Í sameiningu reka þær stöllur og eiga fyrirtækið Dame Products, sem mun hafa einkaleyfi á alfyrsta handfrjálsa vibrator sem framleiddur hefur verið og kemur bráðlega á markað.
EVA kemur á almennan markað í febrúar 2015
Tífalt fjármagn hefur safnast til framleiðslu fyrsta handfrjálsa vibratorsins
Fjáröflunin var sett á laggirnar í lok október og var markmið þeirra Alexöndru og Janet hóflegir 50.000 dollarar, svo hægt yrði að setja vöruna á markað. Viðtökur hafa farið fram úr björtustu vonum og þannig hafa tæpir 500.000 dollarar verið lagðir til nú þegar, eða um tífalt það fjármagn sem til þarf að setja EVA á markað, en svo heitir þetta undursamlega og örsmáa unaðstæki, sem mun að öllum líkindum gjörbylta svefnherbergisvenjum ófárra elskenda.
Alexandra Fine og Janet Lieberman eru frumkvöðlarnir að baki EVE og eiga Dame Products
70% kvenna þurfa einnig á örvun á sníp að halda við samfarir
Að sögn þeirra Alexöndru og Janet hönnuðu þær EVU í sameiningu til að „brúa unaðsbilið” en „unaðsbilið” segja þær byggt á þeirri staðreynd að um 70% kvenna þurfi einnig á örvun á snípinn að halda til að ná hámarki við samfarir en að slíkt sé einfaldlega oft ekki möguleiki þegar leikar standi sem hæst og að sú staðreynd sé sorglegri en orðum taki að nefna.
Einhvern veginn svona er EVE ætlað að virka ….
Karlmenn helmingi líklegri en konur að ná hámarki í ástaratlotum
Á móti komi að við gagnkynhneigð ástaratlot séu karlmenn nær helmingi líklegri til að ná hámarki fullnægingar en konur í beinum samförum og að slíkt geri leika ójafna fyrir kynin tvö.
Ástæðan kann að vera margþætt; að hluta til er um að kenna grónum samfélagslegum gildum sem byggi á að fullnæging karlmannsins sé æðri unaði konunnar en í upplýstu samfélagi nútímans þar sem staða kynjanna er mun jafnari en á öldum áður, glími fjölmargar konur enn við feimni og óöryggi í svefnherberginu og að ófáar konur hafi jafnvel ekki hugrekki til að taka máliin í eigin hendur. Þar segjast þær Alexandra og Janet vilja grípa í taumana, eina fullnægingu í einu, með hönnun og framleiðslu á EVE.
Þær stöllur segja tilganginn vera þann að auðga líf kvenna um allan heim
Þrá að auðga líf kvenna, eina píku í senn
EVA er þó ekki væntanleg á almennan markað fyrr en í febrúar á næsta ári (2015) og mun kosta litla 105 dollara þegar varan verður loks tilbúin, en valið úrval frjórra kvenna sem fengnar voru til að prófa vöruna og taka virkan þátt í vöruþróun hafa allar sem ein gefið EVA titrararum hæstu mögulegu einkunn.
„Já, við erum bara að reyna að auðga veröldina. Gera heiminn fegurri. Eina píku í einu” segir Janet í kynningarstiklunni hér að neðan.
Hægt er að fylgjast með EVA titraranum í gegnum Facebook og Twitter en sjálfa fjáröflunarsíðuna er að finna HÊR
Bravó!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.