Ókunnugir koma saman til að slá hvort annað utan undir – Myndband

Það muna flestir eftir myndbandinu First Kiss sem hefur fengið yfir 80 milljónir áhorfa á YouTube þar sem ókunnugir komu saman og deildu sínum fyrsta kossi. Þegar á leið kom svo reyndar í ljós að fólkið í myndbandinu voru ekki ókunnugir hvor öðrum.

Max Landis sem er höfundurinn á bakvið bíómyndina Chronicle hóaði saman vini og kunningja sína til þess eins að slá hvort annað utan undir. . Einhverjir könnuðust þó við hvorn annan en flestir mættu til að slá ókunnuga manneskju utan undir í fyrsta skipti.

Á einhvern undarlegan hátt nær Max að láta það að slá fólk utan undir verða vinalegt og fallegt í þessu myndbandi.

SHARE