Í nýju tölublaði Harper’s Bazaar birtist þessi mynd af söngkonunni Ciara, syni hennar, ófæddu barni og eiginmanni hennar, Russell Wilson. Þau eru öll nakin og það vekur skiljanlega alltaf eftirtekt.
Ciara birti myndina svo á Instagram og þá fór allt á hliðina.
Fólk virðist hafa miklar áhyggjur af því að litli drengurinn er nakinn líka en hann er 2 ára. Hvað finnst ykkur lesendur góðir?
“You can do whatever you want if you believe in it—period.” @Ciara opens up: https://t.co/SxhhQIuoW9 pic.twitter.com/GMrWRLBKvj
— Harper’s Bazaar (@harpersbazaarus) March 7, 2017