Hrikalega fyndið: Olíuborinn og ungur Jason Statham á hlébarðaskýlu

Stóðfolinn Jason Staham þurfti að leggja ýmislegt á sig meðan hann var ungur að árum og hefur ekki alltaf leikið aðalhlutverk í glæstum Hollywood myndum. Þannig vita ekki margir að Jason lék nær berrassaður í nokkrum breskum tónlistarmyndböndum. Olíuborinn. Í pardusskýlu. Þar sem hann dansaði eins og brjálaður maður. Aleinn. Einbeittur og alvarlegur á svip.

Sjá einnig: Instagram dagsins: Rosie Huntington-Whiteley í töku fyrir M&S

Það er ekki annað hægt en að votta vesalings Jason virðingu – hann lagði í það minnsta talsvert á sig í upphafi ferilsins og hér má sjá hann nær nakinn, löðrandi í olíu og eins og óðan mann í upphafi níunda áratugarins fyrir (löngu gleymdu) hljómsveitina The Shamen sem fara hér með lagið (sem enginn hefur heyrt) Comin’On:

Já! Þetta er sjálfur Jason Statham! 

SHARE