Marilyn Monroe; íðilfögur og seiðandi var ekki einungis hæfileikarík leikkona, stórkostleg fyrirsæta og óneitanlega ein af eftirminnilegustu leikkonum sem prýtt hefur hvíta tjaldið.
Samkvæmt því er netið sjálft hermir (og NY Magazine staðfestir) var hún einnig ægilega vitur. Svo vitur að merkustu heimspekingar hljóta að blikna samanborið við ljóshærðu kynbombuna sem lét ófá merk orð falla á alltof stuttri ævi sinni.
Orð, sem hafa orðið notendum samskiptamiðla um allan heim hvatning, stuðningur og jafnvel huggun harmi gegn. Færri vita þó – nema þeir sem víðlesnir eru á bókina – að Marilyn sagði alls ekki þessi orð. Reyndar sagði Marilyn aldrei neinu þessu líkt, þó ævi hennar hafi verið litrík, hugrekki hennar til eftirbreytni og sorgleg ævilok hennar uppspretta óteljandi æviágripa, kvikmynda og svo mætti lengi telja.
Marilyn var stórkostleg manneskja, mun ávallt skína skærast allra stjarna á himnum uppi en hér fer stuttleg samantekt á fleygum orðum sem Marilyn lét aldrei falla:
Tengdar greinar:
Love Marilyn: Dagbækur, ljóð og bréfaskriftir Marilyn Monroe
Þá og nú: Svona var að vera Playboy Leikfélagi á árum áður
Listrænar ljósmyndir af Brigitte Bardot á húsþaki árið 1952
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.