Tvíburasysturnar Mary-Kate Olsen og Ashley Olsen hafa verið að sóla sig í Frakklandi að undanförnu og ásamt eiginmanni Mary-Kate, Oliver Sarkozy.
Mörgum hefur brugðið í brún við að sjá Mary-Kate og þykir hún heldur of grönn en fjölmiðlafulltrúi hennar sagði frá því, árið 2004, að hún hafi farið í meðferð vegna átröskunar. Þá var hún aðeins 18 ára gömul. Mary-Kate reyndar neitaði því eiginlega árið 2008 í viðtali við ELLE en þá sagði hún „ég hef aldrei sagt það eða tjáð mig um það“.