Rödd Ómars hljómar á hverjum virkum morgni á X-inu 977 þar sem hann er með morgunþáttinn Ómar. Hann segist hafa verið eitt samfellt tískuslys sem unglingur og vill ekki eiga nein leyndarmál. Ómar er í Yfirheyrslunni í dag.
Fullt nafn: Ómar Eyþórsson
Aldur: 32
Hjúskaparstaða: í sambúð
Atvinna: Dagskrárgerðarmaður í morgunþættinum Ómar sem er alla virka daga milli 07:00 – 11:00 á X-977. Svo er ég tónlistarstjóri PoppTV
…
Hver var fyrsta atvinna þín? Ég stofnaði mjög ungur garðsláttufyrirtækið Orf og Ljá á Hvolsvelli og var með sláttuvél og það sem þurfti á lítilli kerru sem ég hengdi aftan í hjólið mitt. Frábær tími og brjálað að gera!
Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Ég var tískuslys sem unglingur, var ljósárum frá því að eiga séns í nokkra stelpu. Röndóttu útvíðu buxurnar við svörtu Stussy hettupeysuna var samsetning sem gekk ekki upp.
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei. Hef unnið markvisst í því að eyða leyndarmálum úr mínu lífi. Það er gott að losna við leyndarmálin. Sjálfsagt er það eitthvað sem maður segir engum en ég man ekki eftir neinu stórvægilegu.
Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Nei ekki eftir klippingu en ég er einmitt þessi týpa. Ef ég er óánægður á veitingastað og þjónninn spyr hvernig allt hafi verið þá segi ég að allt hafi verið fínt og bölva svo í hljóði. Þetta er óþolandi, ég þarf að breyta þessu.
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar að ég mætti Jóni Ásgeiri á ganginum og hann ætlaði að gefa mér high five og þakka fyrir góðan þátt. Ég fattaði fævið of seint og missti af því. Það var agalegt.
Vefsíðan sem þú skoðar oftast? x977.is. Alger snilld að hlusta á netinu ef maður er að vesenast í tölvunni og ekkert útvarp við hendina.
Seinasta sms sem þú fékkst? “Frábær þáttur. Kv. Jón Ásgeir”
Hundur eða köttur? Hundur! Kettir horfa á þig með þú átt að þjóna mér svipnum á meðan að hundar setja upp viltu vera vinur minn að eilífu svip.
Ertu ástfangin/n? Já ég er það. Ekkert svona Vá ég verð að komast á forsíðuna á Mannlíf til að sýna hvað ég er ástfanginn en skil svo eftir hálft ár. Ég hef fundið konuna sem ég vil eyða ævinni með. Það er æðisleg tilfinning.
Hefurðu brotið lög? Já ég hef brotið lög og komist upp með það. Ætla ekki að segja hvernig, efast um að þetta sé fyrnt. Maður á samt að vera heiðarlegur og löghlýðinn!!
Hefurðu grátið í brúðkaupi? Já úr hlátri. Það er gaman í brúðkaupum.
Hefurðu stolið einhverju? Við tókum skeið í vinahópnum og stálum oft nammi og slíku. Ég fékk einusinni þvílíkt samviskubit og hringdi í vinalínuna og skriftaði þ.e sagði frá syndum mínum. Ég veit ekkert afhverju ég hringdi þangað en mér leið miklu betur á eftir.
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég hef misst alltof marga nána mér af slysförum, ég myndi koma í veg fyrir þessi slys.
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ómar afi. Ég ætla að vera svo góður pabbi/afi að börnin og barnabörnin berjast um að eyða tíma með Omma afa í Bronconum að hlusta á Pantera. Ég verð eitursvalt gamalmenni, ef heilsan leyfir.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.