Ömmuhornið – Börn voru yfirleitt í sömu skólafötunum allan veturinn!

Hver elskar ekki ömmur? ömmur eru æðislegar & í ömmuhorninu spyrjum við ömmu um hitt og þetta hvort sem það er um gömlu dagana eða bara lífið og tilveruna. Okkur þótti áhugavert að vita hvernig þetta var fyrir 70 árum, hverju klæddust börn í Reykjavík?

Hvernig var þetta amma þegar þú varst stelpa- áttuð þið krakkarnir mikið af fötum?

Á mínu heimili var það þannig að við systurnar fengum fellt pils úr ullarefni þegar við vorum að byrja í skóla. Pilsið sjálft var fest á kot sem margar fellingar voru á og pilsefnið látið ná upp undir bringspalir. Losað var um fellingarnr eftir því sem við hækkuðum og pilsinu  hleypt niður. Þannig entist pilsið okkur sem skólafat marga vetur. Mamma prjónaði á okkur peysu(r) eftir því sem tókst að ná í garn. En garn var erfitt að fá eins og raunar flest á uppvaxtarárum mínum.   Síðbuxur og annar dásamlegur fatnaður  var ekki  kominn til sögunnar þegar ég var stelpa. Þær komu seinna.  Stelpur gengu í kápum og strákar í peysum  og  jakka. Gúmmístígvél voru notuð í snjó og bleytutíð og manni var oft kalt á tánum.  Börn voru yfirleitt í sömu skólafötunum allan veturinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here