Eins og lesendur vita þá er ég miðaldra kona á breytingaskeiðinu og hef áhuga á öllu mögulegu og ómögulegu.
Ég er svo lánsöm að eiga eitt barnabarn sem er 10 ára drengur og að sjálfsögðu fallegasta og besta barn sem sést hefur en þessi ömmusnúður minn fær ömmu sína til þess að bralla eitt og annað með honum og eitt af því er að spila Pokemon go í símanum.
Sem ömmunni finnst skemmtilegt og jákvætt af því þessi tölvuleikur krefur spilandan til að ganga svo þetta er útivera og hreyfing ásamt því að vera tölvuleikur.
Við skemmtum okkur konunlega og hann þreytist ekki á að kenna ömmu öll trixin, það sem meira er að amma er velkomin með í Pokemon með honum og vinunum.
Hlýt að vera þokkalega flott amma!
Dásamlegar gæðastundir en viti menn konur og börn, þessi amma hafði enga hugmynd um það að það er alveg heilt samfélag sem spilar Pokeman á Íslandi!
Já og ekki bara börn eins og ég hélt og ein miðaldra amma. Ó nei það eru sko fleiri í bekknum sem eiga svona kúl ömmu sem spila Pokemon og ekki nóg með það heldur er mjög mikið af fullorðnu fólki að spila alveg frá börnum og upp í ellilífeyrisþega.
Þessi amma er búin að upplifa raid þar sem hún hefur séð fólk á öllum aldri spila og sumir eru með fjóra síma að spila í einu.
Ekki spyrja mig hvernig þú spilar einn tölvuleik á ferðinni með 4 síma, ég á alveg fullt í fangi með minn eina.
Ekki nóg með það heldur eru hverfaskiptar grúbbur svo fólk geti parað sig saman þegar farið er í svona raid og einhverjir sérstakir pokemonar eru á ferðinni.
Svo eru allskonar verðlaun og þú getur eignast special Pokemon sem er mjög dýrmætt og-eða skínandi það er súper töff.
Það er alveg magnað að detta inn í svona samfélag þar sem fólk á öllum aldri kemur saman að leika sér, mér finnst það alveg magnað.
Maður á aldrei að hætta að leika sér.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!