Ómótstæðilegar brownies með valhnetum – Uppskrift

Þessar eru hættulega góðar, gott er að bera fram rjóma eða vanilluís með þessum!

 

Efni:

  • 145 gr. smjör (ath! smjör en ekki smjörlíki)
  • 1-1/4 bolli sykur
  • 3/4 bolli kakó
  • 1/2 tsk. kaffi
  • 1/4 tsk. salt
  • 2 msk. vatn
  • 1/2 tsk. vanilludropar
  • 2 egg
  • 90 gr. hveiti
  • 1/4 bolli valhnetur
  • 1/4 bolli hvítt súkkulaði, brytjað

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180˚ C. Smyrjið form  (20x20cm)
  2. Blandið sykri, kakó, kaffidufti og salti saman.
  3. Þeytið saman egg, vatn og vanilludropa.
  4. Bræðið smjörið við miðlungs hita þar til það byrjar að verða brúnt.
  5. Blandið saman þurrefnum og smjöri, látið kólna.
  6. Þegar þurrefni og smjör er orðið kalt er eggjablandan sett út í. Hrærið og blandið vel.
  7. Bætið nú hveitinu út í og blandið vel.
  8. Blandið nú hnetum og hvíta súkkulaðinu út í og hellið deiginu í formið.
  9. Bakið í  25-30 mín. Ef þið stingið tannstöngli í miðjuna á kökunni og hann er nærri því þurr þá er kakan mátuleg!  Hún á semsagt ekki að vera alveg þurr!
  10. Kælið áður en kakan er skorin í bita. (sjá mynd)
SHARE