Heitasti trailer ársins er kominn út! Og hann er bara plat. Alveg er það ömurlegt til að hugsa að heitasti trailer ársins skuli vera “allt í plati” og bara ætlaður til þess að auglýsa funheitt og fyrirhugað tónleikaferðalag þeirra Beyoncé og Jay Z um Ameríkuna nú í sumar.
Augljóst er að kvikmyndin (sem aldrei verður sýnd) yrði smellur áratugarins í bíóhúsum víðsvegar um heim, en trailerinn prýða engir aðrir en Sean Penn, Jake Gylllendahl, Blake Lively og fleiri stjörnur. Sem allir spila með í einum heitasta trailer allra tíma – sem sýnir kvikmyndina sem aldrei verður frumsýnd.
Hér fer heitasti trailer allra tíma – hvað maður hefði verið til í hana þessa yfir poppi og kók!
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”lNcJg5svv9A”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.