Opið bréf til Engla Íslands

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Ég hef aðeins verið að fylgjast með hjálparstarfi hér á Íslandi nú í desember og ég verð að segja að mér finnst hreint út með ólíkindum hvað mörg félagasamtök, nefndir og fyrirtæki eru að gera fyrir fólk hérna á Íslandi. Hjálparstarf Kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Rauði Krossinn og Hjálpræðisherinn, meðal annars, virðast búa yfir her „engla“ sem hafa það að leiðarljósi að rjúfa vítahring fátæktar á Íslandi.
Hvort sem það eru föt, matur eða gjafakort í búðir að þá er starf þeirra ómetanlegt og sýnir manngæsku sem er hafin yfir öll orð. Fólkið sem kemur að þessu starfi biður ekki um laun, það vill bara hjálpa.
Yfirvöld ættu að horfa til þessara samtaka og fyrirtækja og vera með það að leiðarljósi að útrýma, eða í það minnsta; minnka fátækt á Íslandi.
Í ár gaf Bónus 10 milljónir í formi gjafakorta til þessara samtaka sem er ómetanlegt. Ég setti mér það áramótaheit að versla bara í Bónus á nýju ári, því Bónus hefur þann eiginleika að gefa alltaf til baka.
Mig langar að þakka þessum dýrlingasamtökum, fyrirtækjum, prestum, félagsráðgjöfum og öllum sem hafa komið að þessu starfi þennan mánuð sem og seinustu ár. Starf ykkar er ómetanlegt.

ÞIÐ ERUÐ ENGLAR ÍSLANDS.
Gleðilega Hátíð!
Jólakveðja, Gísli Hvanndal Jakobsson

 

Tengdar greinar: 

Sonur minn liggur nú á gjörgæslu

Þjóðarsálin: Í Guðs bænum hjálpaðu þeim sem eru þunglyndir

SHARE