Það er eitthvað við apa sem mér finnst dásamlegt. Ef ég fer til útlanda hef ég alltaf mikinn áhuga á því að komast í dýragarð til að sjá apana. Það er bara eitthvað! En þetta er svo krúttlegt myndband þar sem órangútan er að nota sög eins og hann hafi aldrei gert annað.
Sjá einnig: Lítill órangútan grætur eins og lítið barn
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.