Oreo bollakökur – Uppskrift

images

Innihald
340 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
½ tsk salt
170 g smjör við stofuhita
375 g sykur
5 stk eggjahvítur
2½ tsk vanilludropar
280 ml mjólk
24 stk Oreo kexkökur

Oreo- krem innihald
450 g smjör við stofuhita
50 ml. rjómi
2 tsk. vanilludropar
1 kg. flórsykur
15 stk Oreo-kökur muldar vel niður, gott er að nota matvinnsluvél

Undirbúningstími 20 mínútur, bökunartími 20 mínútur.

Aðferð:
1. Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu 24 stykkjum bollakökuformum á ofnplötu.
2. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í sér skál og setjið til hliðar.
3. Hrærið smjör þar til mjúkt og bætið svo sykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
4. Bætið saman við eggjahvítunum, einni í einu og hrærið vel á milli, bætið svo vanilludropum saman við.
5. Blandið hveitiblöndunni varlega saman við ásamt mjólkinni, gott er að setja smá af hvoru tveggja í einu og hræra vel á milli.
6. Setjið heila Oreo-köku í botninn á hverju bollakökuformi og setjið svo deigið yfir, fyllið formið ekki meira en u.þ.b 2/3. Þeir sem vilja hafa eitthvað óvænt inn í miðjunni á kökunni er sniðugt að setja mini-sykurpúða ofan í deigið og ýta niður. Bakið í u.þ. b. 20 mínútur.

Oero-krem aðferð:
1. Hrærið smjör þangað til að það verður mjúkt og fínt.
2. Bætið við flórsykrinum smá og smá saman við og hrærið vel á milli.
3. Bætið smá og smá af rjómanum saman við.
4. Bætið vanilludropum saman við.
5. Myljið niður Oreo-kexið í matvinnsluvél og blandið saman með sleif.
6. Sprautið kremi á kældar kökurnar og skreytið merð Oreo kexi.

Þessi uppskrift er alveg guðdómlega góð fyrir sælkerana, við fengum hana í láni hjá henni Thelmu sem heldur úti síðunni Freistingar Thelmu sem má finna hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here