Oreo ostaköku brownies

Þessi hefur allt sem góð kaka þarf að hafa, Oreo, ostaköku og brownies. Gæti ekki verið girnilegra. Þessi kaka kemur frá

Oreo ostaköku brownies

  • 120 gr smjör
  • 100 gr sykur
  • 2 stór egg
  • 200 gr rjómaostur við stofuhita (1x askja Philadelphia)
  • 90 gr flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 110 gr hveiti
  • 3 msk bökunarkakó
  • ½ tsk salt
  • 100 gr suðusúkkulaði (bráðið)
  • 12 Oreokökur muldar + um 4 í stærri bita til skrauts

Oreo brownie ostakaka

Aðferð

  1. Hitið ofninn 175°C
  2. Klæðið ferkantað kökuform (um 22×22 cm) með bökunarpappír og spreyið með PAM matarolíuspreyi.
  3. Bræðið smjör og bætið sykri saman við, leyfið að sjóða í um mínútu og kælið síðan í nokkrar mínútur á meðan annað er undirbúið.
  4. Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa þar til létt og setjið til hliðar.
  5. Þeytið eggin örstutta stund, bætið smjör- og sykurblöndunni saman við og blandið vel.
  6. Hrærið hveiti, kakó og salti saman og blandið út í eggjablönduna, hellið bræddu súkkulaðinu saman við og skafið vel niður á milli.
  7. Að lokum fara muldu Oreokökurnar saman við og gott er að vefja þeim við deigið í lokin.
  8. Setjið helminginn af brownie deiginu í botninn á forminu og sléttið úr.
  9. Hellið því næst rjómaostablöndunni yfir og sléttið úr.
  10. Setjið restina af brownie deiginu yfir en nú í litlum skömmtum, skeið hér og þar og takið að lokum prjón og dragið í gegn til að skapa smá marmaraáferð. Myljið 4 Oreokökur gróft og stingið hér og þar.
  11. Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá brúnni kökumylsnu en ekki blautu deigi.
  12. Kælið alveg, lyftið upp úr forminu og skerið í bita.

Oreo ostakökubrownie

 

Smellið endilega like-i á Gotterí og gersemar á Facebook. 

Screen Shot 2017-02-13 at 9.49.59 AM

SHARE