Orkuboltar

Þessi svakalega girnilegu boltar koma að sjálfsögðu frá Matarlyst á Facebook.

Hráefni

250 g ferskar döðlur ca 28 stk
100 g kasjúhnetur
5 rís kökur
250 g hnetusmjör

———————————————————–

250 g suðursúkkulaði
30 g Pistachio hnetur til að toppa

Aðferð

Allt sett í matvinnsluvél og maukað.

Ef þið viljið hafa bit í boltunum setjið þá fyrst döðlur og hnetusmjör blandið vel saman setjið svo rest út í mixið svo eins og ykkur finnst þurfa.

Mótið bolta, leggið á bökunnarpappír, setjið einn og einn bolta í einu ofan í súkkulaðið og hjúpið mér finnst best að nota 2 gaffla í verkið, leggið svo aftur á bökunarpappírinn klárið að hjúpa alla boltana, sáldrið svo Pistachio hnetum yfir í lokin.

Hjúpur

Setjið 250 g suðursúkkulaði í skál og bræðið við vægan hita yfir vatnsbaði

Saxið Pistachio hnetur smátt, toppið hvern og einn bolta.

Geymið í lokuðu íláti inn í ísskáp

SHARE