Orkubomba í morgunsárið: Banana- og súkkulaðichiagrautur

Þessi girnilega uppskrift er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Grauturinn er stútfullur af hollustu og gefur þér góða orku út í daginn. Það er um að gera að prófa þennan sem fyrst.

Sjá einnig: Vanillubúðingur með chiafræjum

IMG_8184

Banana- og súkkulaðichiagrautur

1/2 banani

1 daðla

8 möndlur

1 tsk hnetusmjör

1/2 tsk kakó

1/4 tsk kanill

140 ml vatn

3 msk chiafræ

  • Setjið banana, döðlu, möndlur, hnetusmjör, kakó, kanil og vatn í blandara og maukið vel.
  • Hellið í ílát og hrærið chia fræjum saman við.
  • Lokið ílátinu og kælið í ísskáp í 20-30 mínútur eða þar til chiafræin hafa bólgnað hæfilega mikið.
  • Ég mæli með því að grauturinn sé gerður samdægurs af því mér finnst bragðið af banananum breytast örlítið.
SHARE