Örugg geymsla á frábærum stað

Geymsla24  hóf rekstur í mars árið 2015, með opnun á sérhæfðu geymsluhúsnæði að Skemmuvegi 4 í Kópavogi. Geymsla 24 leigir út sérhæft geymsluhúsnæði, sem er sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna- og innbrotavarnir, auk þess að vera vaktað með öryggismyndavélum sem einnig eru tengdar Stjórnstöð Securitas.

Það er líka svakalega mikill plús að þú getur farið í geymsluna þína hvenær sem er, hvaða dag sem er, allan ársins hring. 

Viðskiptavinum stendur til boða að fá auka aðgangskort fyrir alla þá einstaklinga sem þurfa að hafa aðgang að húsnæðinu. Með því fá viðskiptavinir Geymslu 24 enn meiri yfirsýn yfir umgengnina um húsnæðið þar sem aðgangsstýrikerfið heldur atburðarskrá um hvenær hvert kort var notað til að opna geymsluna eða hvenær viðkomandi korthafi fór inn í húsnæði.

IMG_0136

Ég er sjálf með svona geymslu og mér finnst það æðislegt. Ég get fyllt bílinn af því sem ég ætla að geyma, keyrt upp í Skemmuveg, ekið bílnum inn og hafist handa við að taka dótið úr bílnum. Á staðnum eru svo vagnar sem maður getur sett allt á trillað því inn í sína geymslu. Algjör snilld.

SHARE