Oscar de la Renta (82) er látinn

Hátískuhönnuðurinn Oscar de la Renta er látinn, 82 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein en hann andaðist á heimili sínu í Connecticut sl. mánudag, umvafinn fjölskyldu og ástvinum.

Þrátt fyrir illvíga baráttu við krabbamein sem stóð yfir í heil átta ár, sló de la Renta hvergi af kröfum sínum sem fagmaður. Hátískuhönnuðurinn leiddi eigið fyrirtæki farsællega allt til síðasta dags  og jók umsvif þess um heil 50% á síðustu árum, en verðmæti þau er de la Renta skilur eftir sig eru talin vera gífurleg. Raunverulegur auður de la Renta verður þó aldrei að fullu metinn til fjár og felst í fagurri og tímalausri hönnun kvöldkjóla sem margar af þekktustu konum heims hafa klæðst.

De la Renta fæddist í Dóminíska lýðveldinu árið 1932 og yfirgaf æskuslóðir sínar einungis 18 ára að aldri til að leggja stund á listir í Madrid, höfuðborg Spánar, en ákvað þegar á hólminn var komið að læra fremur fatahönnun og framhaldið er öllum kunnugt.

french minister of culture Andre Malraux with his wife Madeleine received at the White House in Washington by american vice-president Lyndon Johnson and americain president John Kennedy and his wife Jackie, may 11, 1962 (Jackie wearing dress by creator Du

Oscar de la Renta átti heiðurinn að flestum kvöldkjólum Jackie Kennedy 

Hinn ungi og framsækni hönnuður sló þá fyrst í gegn þegar hann gerðist hirðhönnuður sjálfrar Jacqueline Kennedy Onassis á sjöunda áratug síðustu aldar, en varð síðar meir heimsþekktur fyrir sína eigin fatalínu, sem hann hannaði undir eigin nafni. Þekktastur var de la Renta fyrir glæstar, kvenlegar línur í hönnun kvöldkjóla sem forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gjarna klæðst við hátíðleg tækifæri, þar á meðal Nancy Reagan, Laura Bush og Hillary Clinton.

article-2621391-1D9A154900000578-74_634x632

Sarah Jessica Parker klæddist kvöldkjól frá de la Renta á Met Gala í ár

Þá sérhannaði de la Renta iðulega galakjóla fyrir stórstjörnur fyrir viðburði á rauða dreglinum, en sjálfar Oprah, Sarah Jessica Parker , Penélope Cruz og ófáar aðrar glæstar konur hafa kosið að klæðast hönnun karlmannsins sem Amal Clooney, nýbökuð eiginkona George Clooney, valdi til að hanna brúðarkjól sinn fyrir stóra daginn.

o-AMAL-ALAMUDDIN-OSCAR-570

Vogue fjallaði um síðasta stórvirki de la Renta í nóvember; brúðarkjól Amal Clooney

Vogue helgaði Oscar de la Renta heila opnu í tölublaði nóvember á þessu ári og fjallaði ítarlega um hönnun brúðarkjólsins sem Amal klæddist meðan hún gekk upp að altarinu en við það tækifæri lét gamli hátískuhönnuðurinn, sem kveður með reisn og virðingu, eftir sér hafa að „brúðarkjóllinn væri dýrmætasta flík sem nokkur kona klæddist á æviskeiði sínu.”

Hér má lesa síðustu umfjöllun Vogue um hönnun Oscar de la Renta sem birtist í nóvember sl. en vefsíða Oscar de la Renta sem sýnir síðustu línu hans má skoða hér

SHARE