Óskarsverðlaunin voru afhent í 87. sinn í gærkvöldi. Ég lá í sófanum eins og dauður selur langt fram á nótt. Borðandi Doritos. Hakkandi í mig Nóa kropp. Horfandi á fólk ganga inn rauða dregilinn í fötum sem eru dýrari en búslóðin mín. Og bíllinn minn. Til samans.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.