„Rokkaðar línur í hári verða áberandi í vetur, en með rómantísku ívafi í bland við hreinar og einfaldar greiðslur. Tískuvikan hér í Osló er örlítið íburðarminni en heima, en það var mikill heiður að fá að taka þátt í undirbúningi vikunnar. Við sem greiddum módelunum erum ekki að klippa í sjálfu sér, heldur gerum við upp greiðslur sem passa við klæðnaðinn og fylgjum óskum hönnuða. Hárið fylgir fatnaðinum en ekki öfugt.”
[new_line]
Dagskrá Oslo Trend Week árið 2014 var glæst og fjölbreytt
[new_line]
Túberaðir hártoppar, pasteltónar og rómatískt rokk
Þetta segir Dagný Gréta Ólafsdóttir, hárgreiðslukona sem er búsett í Osló, en Dagný tók virkan þátt í hátískuviðburðinum Oslo Trend Week í ár og segir rokkaða og túberaða toppa, rómantísk yfirbragð og hrokkið hár í endana hafa verið áberandi á sýningarpöllunum í Osló nú í ágúst. „Tískuvikan var skemmtilega vel skipulögð í ár, en ég tók þátt alla dagana og tók ofan fyrir fyrirsætum, sem sýndu baðfatnað fyrsta daginn utandyra í listigarði sem er að finna í miðborginni. Það var rigning úti en þetta eru fagmenn fram í fingurgóma sem létu veðrið ekki slá sig út af laginu.”
[new_line]
Kynningarmyndband Oslo Trend Week og svipmyndir af tískuviku má sjá hér:
Oslo Trend Opening – Digital Fashion Show from Oslo Trend on Vimeo.
[new_line]
Gífurlegur hraði að tjaldabaki á tískuviku
Mikill viðbúnaður er gjarna hafður á tískuvikum víða um heim og segir Dagný næsta eðlilegt að rafmagn fari jafnvel af að hluta meðan verið er að greiða fyrirsætum fyrir sýningarpallana. „Það er mikill hraði á tískuviku, kröfurnar eru gríðarlegar og viðbragðsflýtir okkar sem störfum að tjaldabaki skiptir sköpum.”
[new_line]
Dagný, sem er íslensk hárgreiðslukona og búsettt í Osló, tók þátt í tískuviku nú í ár
[new_line]
„Við hárgreiðslufólkið notum öflug raftæki; blásara, sléttujárn og krullujárn og þegar allt er komið í sömu innstunguna og fyrirsætur streyma fram og til baka er oft stutt í rafmagnsleysið og skipuleggjendur höfðu ákveðnar áhyggjur af. En með vönu fólki eru engar hindrandir óyfirstíganlegar. Að starfa á tískuviku er gríðarlega skemmtileg vinna og mikil sköpun sem metnaður liggur yfir öllu.”
[new_line]
Hér má sjá nokkrar svipmyndir sem teknar voru að tjaldabaki á hönnun Norwegian Rain:
[new_line]
Oslo Trend Week tekur við af Oslo Fashion Week
Oslo Fashion Week sem áður hét varð gjaldþrota á síðasta ári eftir tíu ár farsæla göngu og hefur verið felld niður, en það er Oslo Trend Week sem tekur við í kjölfarið. Gjaldþrotið varð þegar einn helsti styrktaraðili Oslo Fashion Week, L’Oreal, féll frá styrktarþætti sínum og í kjölfarið sagði framkvæmdarstjóri tískuvikunnar sig lausan frá samningum. Nýjir skipuleggjendur stigu fljótlega fram og Oslo Trend Week var fædd. Héðan í frá verður tískuvikan því haldin í upphafi ágúst í stað febrúar sem áður var, en á tískuvikunni í Osló má sjá það helsta frá norrænum hönnuðum; bǽði í tónlist, matarlist og fatahönnun.
[new_line]
Afrískra áhrifa gætir í hönnun Norwegian Rain, sem hönnuðir línunnar eru tveir
[new_line]
Þaulvanar baðfatafyrirsætur létu byljandi regnið ekki slá sig út af laginu
Sjálf tískuvikan hófst mánudaginn 11 ágúst á glæsilegri, stafrænni tískusýningu sem var einnig sú fyrsta sinnar tegundar í Osló og var sjónvarpað samtímis á 13 risavöxnum sjónvarpsskjáum víðsvegar um miðborg Oslóar meðan fyrirsætur sýndu baðfatnað í ausandi regni á Olaf Ryess Plass.
[new_line]
Frá opnunarkvöldi Oslo Trend Week: Instagram @t_rawjewellery
[new_line]
Þakklæti og gleði efst í huga eftir þáttökuna
Það sama kvöld voru einir helstu tískuhönnuðir Noregs kynntir til sögunnar og má þar á meðal nefna Norwegian Rain, T-Michael, Kristin Viksa, Sugar Shop og Julian Reed. „Hárgreiðslufólk er í nánu samstarfi við hönnuði og stílista. Farið er yfir hvernig förðun á að vera, því næst hár og svo hefjast leikar” segir Dagný aðspurð um þá tilfinningu að standa að tjaldarbaki á tískuviku. „Allir streyma inn, ein förðunarstöð og önnur hárgreiðslustöð og hraðinn er gífurlegur. Bumble & Bumble voru með hárið í ár en þeir eru þekktir fyrir nýjungagirni og voru þannig fyrstir með hárpúðrið sem og saltspreyjið á markað. Ég lærði gríðarlega mikið á þáttökunni og gekk eitt sólskinsbros heim á leið að lokinni þáttöku” segir Dagný að endingu, en hún hefur nýhafið störf á hátískustofunni Adam & Eva í miðborg Oslóar.
Á vefsíðunni Oslo Trend Week má sjá svipmyndir frá tískuvikunni í Osló árið 2014 en eins og kemur fram, verður hártískan í vetur skemmtilega rokkuð og rómatísk en hrokkin í endana.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.