
Þessi æðislega uppskrift kemur frá Eldhússystrum og er tilvalin til að hafa um páskana.
Brownie-deig
225 gr smjör
4 egg
4 dl sykur
1,5 dl hveiti
1/4 tsk salt
2 dl kakó
1/2 tsk vanilludropar
Ostukökudeig
300 gr rjómaostur
1/2 dl sykur
1 egg
4 msk hveiti
200 gr fersk eða fryst hindber
Browniedeig
Stillið ofninn á 175°. Smyrjið eldfast form, ca. 24×32 cm stórt.
Bræðið smjörið. Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.
Í annarri skál, blandið saman hveiti, salti, kakó og vanillu. Bætið smjörinu út í eggjablönduna og þeytið þar til slétt og fínt. Sigtið hveitiblönduna út í og blandið saman þar til deigið er orðið slétt, ekki hræra of mikið. Hellið deiginu í ofnfasta formið.
Ostakökudeig
Þeytið saman rjómaost, sykur, egg og hveiti í skál.
Setjið doppur af ostakökudeiginu á browniesdeigið. Takið svo gaffal og draglð í gegnum bæði ostaökku- og browniedeigið, til að dreifa vel úr ostakökunni. Stráið hindberjunum yfir deigið.
Bakið í ca. 45 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn úr kökunni. Látið kökuna kólna alveg áður en þið berið hana fram.

Endilega smellið einu like-i á Eldhússystur á Facebook.