Þessi gómsæta mús er frá Freistingum Thelmu og er æðislegur eftirréttur í matarboðið.
Uppskriftin er fyrir um það bil 6 manns
Innihald
230 g rjómaostur
250 g hnetusmjör
½ tsk salt
250 ml rjómi
Toppur
½ lítri rjómi
salthnetur
súkkulaðispænir
Sjá einnig: Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma
Aðferð
Þeytið rjómaostinn þar til hann verður sléttur og mjúkur, bætið hnetusmjörinu saman við ásamt saltinu og hrærið vel. Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og stendur. Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið ostamúsinni í hvert glas eða krukku fyrir sig kælið í 1-2 klst. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á ostamúsina og skreytið með súkkulaðispænum og salthnetum.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.