Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella

Þessi er sko föstudags frá Gulur,rauðu,grænn og salt.com

Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki, beikoni, rjómaosti og bræddum mozzarella. Hreint út sagt himneskt!

IMG_8468

IMG_8494

Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
250 g nautahakk
6-8 sneiðar beikon,skorið í bita
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, saxað
1 (200 g) askja Philadelphia rjómaostur*
1 dós sýrður rjómi
150 g rifinn mozzarellaostur
1 msk worchestershiresósa (reynið að segja þetta mjög hratt)
2 msk tómatsósa

  1. Steikið kjötið á pönnu, látið kjötið síðan í skál og þerrið fituna af pönnunni.
  2. Steikið beikonið þar til það er orðið stökkt. Steikið þá lauk og hvítlauk upp úr 1 msk af beikonfitunni í um eina mínútu.
  3. Blandið þá nautahakki,beikon,lauk,hvítlauk, rjómaosti, sýrða rjómanum, ostinum, worcestershiresósunni og tómatsósunni vel saman og hellið í ofnfast mót. Gott er að strá svo smá mozzarella yfir allt.
  4. Bakið í ca. 175 °c heitum ofni í 20-30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.Gott er að strá t.d. smá söxuðu iceberg, söxuðum tómötum og jafnvel niðurskornum ólífum yfir og bera fram með nachos flögum eða baquette brauði.
SHARE